Trjáfellingar
Trjáfellingar – örugg og fagleg framkvæmd við allar aðstæðurHvort sem um er að ræða lítil tré, stór tré á þröngum stað eða brotin tré sem ógnar umhverfinu, þá sér Trjáprýði um fellinguna og förgun – örugglega og af fagmennsku.
Trjáfellingar eru sérhæfð vinna sem getur valdið miklu tjóni eða slysum ef hún er ekki unnin af reynslumiklu fagfólki. Við hjá Trjáprýði erum sérhæfð í að fella tré við fjölbreyttar aðstæður – allt frá garðtrjám við heimili til hættulegra trjáa í þéttbýli eða skógi.
Við störfum samkvæmt alþjóðlegum ABA öryggisstöðlum og erum með tryggingu fyrir skemmdum sem gætu orðið. Að minnsta kosti tveir sérþjálfaðir klifrarar vinna saman við hverja fellingu. Trén eru oft tekin niður í minni einingum og ef þörf krefur slökuð niður með sérhæfðum búnaði við þröngar aðstæður.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, nákvæmni og öryggi.