Trjáfellingar

Trjásnyrting

Stubbatæting

Trjáfellingar við sumarbústaði

Grisjun

Neyðarþjónusta

trjafellingar

Trjáfellingar

Trjáfellingar – örugg og fagleg framkvæmd við allar aðstæður

Hvort sem um er að ræða lítil tré, stór tré á þröngum stað eða brotin tré sem ógnar umhverfinu, þá sér Trjáprýði um fellinguna og förgun – örugglega og af fagmennsku.

Trjáfellingar eru sérhæfð vinna sem getur valdið miklu tjóni eða slysum ef hún er ekki unnin af reynslumiklu fagfólki. Við hjá Trjáprýði erum sérhæfð í að fella tré við fjölbreyttar aðstæður – allt frá garðtrjám við heimili til hættulegra trjáa í þéttbýli eða skógi.

Við störfum samkvæmt alþjóðlegum ABA öryggisstöðlum og erum með tryggingu fyrir skemmdum sem gætu orðið. Að minnsta kosti tveir sérþjálfaðir klifrarar vinna saman við hverja fellingu. Trén eru oft tekin niður í minni einingum og ef þörf krefur slökuð niður með sérhæfðum búnaði við þröngar aðstæður.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, nákvæmni og öryggi.
trjafellingar

Trjásnyrting

Snyrting trjáa í borgarumhverfi er lykilatriði til að stuðla að heilbrigðum vexti, bjartri framtíð og fallegu tré.


Tré í borgarumhverfi þurfa reglulega snyrtingu – hvort sem það er til að bæta útlit þeirra, heilbrigði eða stýra vexti.. Með klifuraðferðum komumst við um allt tréð.

Mikilvægt er að snyrta tré á öllum æviskeiðum, sér í lagi fyrstu árin. Ef tré eru farin að nálgast seinni hluta ævinnar og eru ekki við góða heilsu er mikilvægt að halda snyrtingum í lágmarki.

Oft er verið að grípa inní of seint og þá þolir tréð t.d. ekki að missa stóra grein eða stofn. Eitthvað sem hefði verið hægt að leiðrétta þegar tréð var ungt.

Ástæður snyrtinga geta verið:
Heilbrigði: Fjarlægðar eru krosslægar greinar sem valda sárum. Dauðar greinar eru fjarlægðar svo tréð geti lokað þeim sárum.
Stýring á vexti: Til að tré eigi bjarta framtíð getur verið best að stýra vextinum svo það sé einstofna, með jafna greina byggingu, fjarlægja veikar skiptingar sem geta klofnað og kvista það upp reglulega svo krónan sé hátt uppi í framtíðinni.
Fagurfræði: Sem betur fer er smekkur okkar misjafn og óvenjulegt vaxtarlag trjáa getur líka verið mjög fallegt. En fallegt tré getur t.d. haft jafna krónu og fallegt jafnvægi milli stofns og krónu.
Umhverfi: Trén eru ekki í sínu náttúrulega umhverfi svo við getum þurft að aðlaga vöxt að því. Til dæmis með því að klippa frá byggingum, gangstéttum eða vegum.

Við snyrtingu er sérstaklega mikilvægt að vinna á réttum tíma, fjarlægja ekki of mikið í einu, skapa ekki of stór sár og saga/ klippa á réttum stöðum – og þar kemur sérfræðiþekking Trjáprýði að fullu gagni.
stubbataeting

Stubbatæting

Eftir að tré hefur verið fellt stendur oft eftir stubbur sem getur verið til ama. Við hjá Trjáprýði sjáum um fjarlægja stubbana með tætingu.

Eftir trjáfellingu standa oft eftir stubbar sem eru bæði fyrirferðarmiklir og til ama. Þeir geta truflað garðslátt, verið hættulegir fyrir börn og skemmt yfirbragð lóðarinnar.
Við hjá Trjáprýði notum öflugan stubbatætara sem fræsir stofn og rætur niður undir yfirborð jarðar. Eftir stendur slétt yfirborð sem hægt er að sá í, planta í eða ganga á.

Stubbatæting hentar sérstaklega vel þegar:
  • Þú vilt bæta ásýnd garðsins.
  • Þú vilt minnka hættu og auðvelda viðhald.
  • Þú vilt endurnýta svæðið þar sem tré stóð.
bustadir

Trjáfellingar við sumarbústaði

Trjáfellingar og grisjun við sumarbústaði – betri aðgengi, öryggi og notagildi

Við sérhæfum okkur í trjáfellingum og grisjun við sumarbústaði. Með réttum búnaði og hagnýtu verklagi tryggjum við skilvirka vinnu, lægri kostnað og fallegra umhverfi.

Sumarbústaðalóðir eru oft í þéttum skógi og þar getur trjáfelling verið bæði krefjandi og kostnaðarsöm ef hún er ekki vel skipulögð. Við hjá Trjáprýði bjóðum upp á sérsniðna þjónustu fyrir sumarbústaðaeigendur og sumarhúsafélög – þar sem við leggjum áherslu á að auðvelda aðgengi, bæta eldvarnir og skapa notalegt umhverfi.

Við notum:
  • Spil (allt að 100 metra) til að draga efni út úr skógi
  • Kurla bolviði undir 17,5 cm á staðnum, sem sparar flutningskostnað og tímann sem annars færi í förgun
Kurlið má nýta í göngustíga, í beð eða í kringum tré.

Auk þess bjóðum við upp á:
  • Skógartröppur og stíga úr efni á staðnum
  • Bekki og náttúrulega útihúsgögn úr trjábolum

Algeng verkefni við sumarhúsalóðir:
  • Grisjun við vegi til að auðvelda umferð fyrir sumarhúsafélög
  • Opnun á flóttaleiðum vegna eldvarna
  • Fækkun trjá svo önnur tré hafi betra vaxtarrými
  • Göngustígagerð úr kurli samhliða grisjun
Grisjun

Grisjun – fyrir heilbrigðari og fallegri skóg eða lóð


Með reglulegri grisjun í trjálundi eða skógi er trjám fækkað til að bæta heilbrigði og gæði skógarins. Fjarlægð eru lökustu trén til að tryggja meira vaxtarrými fyrir önnur tré og til að skilja bestu trén eftir til framtíðar.
Einnig hentar grisjaður skógur betur til útivistar, birta eykst og stuðlar að fjölbreyttri flóru.
Við hjá Trjáprýði metum hvaða tré skal fjarlægja með hliðsjón af gæðum, staðsetningu og framtíðarmöguleikum hvers trés.
Mikilvægt er að grisja hæfilega miðað við stærð og fjölda trjáa, og er þá stuðst við grisjunartöflur hverrar tegundar.
Rétt grisjun bætir öryggi, fegurð og framtíðarverðmæti landsins.
storm

⚠️ Neyðarþjónusta – við bregðumst hratt við hættulegum aðstæðum

Þegar tré ógna öryggi, klofna eða hafa fallið í óveðri skiptir skjót viðbragð öllu máli. Trjáprýði veitir neyðarþjónustu allan sólarhringinn þegar hætta eða yfirvofandi tjón steðja að.

Sterkur vindur, stormur eða snjóþyngsli geta valdið miklu tjóni ef tré gefa sig og falla á mannvirki eða vegi. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að fá fagfólk fljótt á staðinn til að meta stöðuna og fjarlægja tré eða greinar á öruggan hátt.

Ef óveður er yfirstandandi er yfirleitt öruggast og áhrifaríkast að tryggja að tréð valdi ekki skemmdum, eða frekari skemmdum, með línum eða strekkjurum, og leysa svo verkefnið þegar veður lægir.

Við hjá Trjáprýði bjóðum upp á neyðarþjónustu allan sólarhringinn fyrir viðskiptavini sem þurfa aðstoð við:
Tré sem hafa fallið á hús, bíla eða vegi
Tré sem halla og ógna nærliggjandi mannvirkjum
Veik eða skemmd tré sem þurfa að fjarlægja strax
Við erum með alþjóðleg ABA réttindi í stormfellingum, sérhæfðan búnað og reynda starfsmenn sem vinna samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum. Við tryggjum að útkall sé leyst hratt, örugglega og með lágmarks truflun.
📞 Ef þú ert í neyð – hafðu tafarlaust samband.
Við sinnum útköllum á höfuðborgarsvæðinu