Fyrirtækið

Trjáprýði er fyrirtæki, sem sérhæfir sig í trjásnyrtingum, trjáfellingum, grisjun skóga og ráðgjöf. Við erum fimm manna þrautþjálfað teymi með víðtæka reynslu og þekkingu. Okkur hefur hlotnast sú gæfa að fá að vinna við okkar ástríðu, sem eru tré. Helsta sérhæfing okkar er að við höfum þrjá sérhæfða Arborista í okkar teymi. En hvað er Arboristi? Þetta er alþjóðlegt orð yfir þá starfsstétt sem vinnur við að klifra í trjám, til þess að snyrta tré eða til að fella tré. Þörfin fyrir þessa tækni er orðin umtalsverð. Víða standa tré t.d. of þétt saman eða eru orðin of gömul og þurfa að víkja en með því að klifra er iðulega hægt að fella þau við þröngar aðstæður án þess að þurfa kranabíl. En þörfin er mest í trjásnyrtingum. Þar býður arboristatæknin upp á möguleika sem áður voru nær ómögulegir og hættulegt er að framkvæma með öðrum hætti.

Við trjásnyrtingar er t.a.m. verið að stýra vexti trjáa út frá fagurfræði þó markmiðið sé fyrst og fremst að huga að langtíma heilsu þeirra. Tré veita okkur svo margt. Þau minnka vind, hreinsa loftið, laða að fugla, búa til timbur, skapa falleg útivistarsvæði, búa til súrefni, róa okkur, binda kolefni, fegra umhverfi og svona mætti lengi telja. En tré eru ekki sjálfsögð, sér í lagi ekki á Íslandi. Það voru fyrri kynslóðir hugsjónarfólks sem gróðursettu þau og gáfu okkur í arf. Margt þeirra fékk ekki að njóta trjánna, líkt og við, eins glæsileg og þau eru í dag. Ég tel það okkar ábyrgð að hugsa um þau. Fyrir okkur sjálf og fyrir næstu kynslóðir.

Með þessi gildi að leiðarljósi stofnaði Orri Freyr Finnbogason fyrirtækið Trjáprýði. Við erum sérfræðingar í trjásnyrtingum, trjáfellingum og grisjun. Hvern hefði órað fyrir því, fyrir ekki svo mörgum árum að hægt væri að vinna við að klifra í trjám á Íslandi?

Orri Freyr FinnbogasonYfirmaður og arboristitrjaprydi@trjaprydi.is