Trjáfellingar eru vandasamar og geta valdið tjóni eða slysum, og því er mikilvægt að fá fagmenn í slík verk.

Oft eru trjáfellingar flóknar sökum stærðar eða staðsetningar trjáa. Starfsmenn okkar eru sérþjálfaðir í slíkum verkum. Minnst tveir klifrarar vinna saman samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Trén eru hlutuð í minni einingar og oft slakað niður með sérhæfðum búnaði við þröngar aðstæður. 

Image

Markmið trjásnyrtinga er fyrst og fremst að bæta heilsu, stýra vexti og fegra trén.

Mikilvægt er að snyrta tré á öllum aldursskeiðum. Því fyrr sem gripið er inní því auðveldara er að leiðrétta óæskilegan vöxt og afstýra vandamálum sem geta myndast síðar.

Með klifur aðferðum hafa opnast nýir möguleikar við viðhald stærri trjá því hægt er að fara um allt tréð. 

Image

Trjáprýði býður upp á sérhæfða þjónustu fyrir sumarbústaði þar sem bolviður undir 17,5 cm er kurlaður á staðnum. Einnig er notast við 100m spilt til að draga efni. Hvorutveggja auðveldar vinnu og minnkar kostnað.

Kurlið er hægt að nota í göngustíga, eða því fargað.

Einnig bjóðum við upp á að búa til skógar tröppur og stíga. Eða gera bekki úr trjábolum á staðnum.

Image
Þegar tré hafa verið fjarlægð, standa oft eftir óæskilegir stubbar upp úr beði eða grasflöt. Við fjarlægjum þá með stubbatætara sem fræsir stofn eða rætur undir yfirborðið. Það útilokar hættu á að detta um stubbana eða að slá í þá við garðslátt. Einnig getur það auðveldað gróðursetningu á nýju tré.
Image

Til að halda skógi heilbrigðum er nauðsynlegt að fækka trjánum eftir því sem skógurinn eldist og trén stækka. Með grisjun eru lökustu trén felld og þau betri fá meira vaxtarrými til framtíðar.

Í nytjaskógrækt eru mjög mörg tré gróðursett í upphafi. Þeim er svo fækkað jafnt og þétt í lotum yfir langt tímabil. Þetta er  gert eftir ákveðjum grisjunartöflum og eftir mælingum á trjánum. Þessi aðferð tryggir góð timburtré og hámarkar magn þeirra. 


Image

Gróðursetningar

Við gerum tillögur að vali á trjátegundum og staðsetningu þeirra. Boðið er upp á vinnteikningar sem sýna nákvæmar staðsetningar og tegundir.

Ástandsskoðun

Ástand og heilsa trjáa er metin. Fundin er rót vanda sem herjar á trén og komið er með tillögur að úrbótum.

Faglegt áhættumat á trjám

Notast er við sérhæfðan hugbúnað (VALID), þar sem úttekt er gerð á ástandi og aðstæðum trjáa. Hugbúnaðurinn reiknar út hversu mikil áhætta er á tréð gefi sig. Í framhaldi er komið með tillögur að aðgerðum.

Boltun trjáa

Vegna vandamála í byggingu einstaka trjá geta verið líkur á að tré klofni. Í ákveðnum tilvikum er hægt að lengja líftíma trésins með því að bolta það saman eða spengja það saman með vírum. Um er að ræða vandasama aðgerð sem krefst sérhæfðrar kunnáttu.

Trjágróður og framkvæmdir

Þegar grafið er nærri trjám geta rætur skemmst. Slíkar skemmdir eru mjög alvarlegar og geta tekið tíma að koma í ljós. Bæði getur stöðugleiki og heilsa trésins verið í hættu. Boðið er upp á vinnuteikningar fyrir framkvæmdir þar sem reiknað er út hversu nálægt rótarkerfum er hægt að grafa.

Image